Öryggissveitir hafa náð völdum eftir áhlaup á þinghúsið

Öryggissveitir í Brasilíu kveðast hafa náð stjórn á uppreisninni.
Öryggissveitir í Brasilíu kveðast hafa náð stjórn á uppreisninni. AFP/Ton Molina

Örygg­is­sveit­ir lög­regl­unn­ar í Bras­il­íu hafa náð stjórn á áhlaupi á þing­hús lands­ins sem hófst í gær­kvöldi. 

Þúsund­ir stuðnings­manna Jairs Bol­son­aros, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, réðust að þing­hús­inu í höfuðbog­inni í gær. Múgur­inn – sem var klædd­ur í fána­liti lands­ins, grænt og gult, og marg­ir báru fána lands­ins – yf­ir­bugaði lög­reglulið á staðnum og tókst að brjóta sér leið inn í þingsali húss­ins. 

Aðrir réðust sam­tím­is á dóms­stóla og aðrar op­in­ber­ar bygg­ing­ar. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingn­um frá yf­ir­völd­um í Bras­il­íu hafa ör­ygg­is­sveit­ir nú tekið stjórn og hundruð manna sem tóku þátt í árás­inni hafa verið hand­tek­in. 

Stuðnings­menn Bol­son­aros neita að viður­kenna ósig­ur hans í for­seta­kjöri sem fram fór í októ­ber, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva hafði sig­ur. Hann tók við stjórn­artaum­un­um í land­inu fyr­ir viku. 

Bol­son­aro, sem sjálf­ur er stadd­ur í Flórída, sendi út yf­ir­lýs­ingu í tísti nokkr­um klukku­tím­um eft­ir að árás­in átti sér stað. Þar for­dæmdi hann árás­ina og þver­tók fyr­ir að hafa átt þátt í skipu­lagn­ingu henn­ar, líkt og hann hef­ur verið sakaður um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert