Lýsa yfir stuðningi við lýðræðið

00:00
00:00

Tug­ir þúsunda manna hafa safn­ast sam­an í Bras­il­íu til stuðnings lýðræði í land­inu. Með því er fólkið að bregðast við því þegar stuðnings­menn Jairs Bol­son­aros, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, rudd­ust inn í þing­hús lands­ins.

Í stærstu borg Bras­il­íu, Sao Pau­lo, krafðist mann­fjöld­inn þess að Bol­son­aro færi í fang­elsi, að því er BBC greindi frá.

1.500 hand­tekn­ir

Um 1.500 manns hafa verið hand­tekn­ir vegna uppþot­anna í höfuðborg­inni Bras­il­íu á sunnu­dag­inn. Þau fóru fram viku eft­ir að Luiz Inácio Lula da Silva sór embættiseið sem for­seti lands­ins.

Bol­son­aro, sem er 67 ára, hef­ur ekki viður­kennt ósig­ur sinn í kosn­ing­un­um, sem Lula vann naum­lega, og flaug til Banda­ríkj­anna áður en Lula tók form­lega við völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert