Fleiri en 1.200 manns handteknir

00:00
00:00

Yf­ir­völd í Bras­il­íu hafa hand­tekið fleiri en 1.200 manns í tengsl­um við árás á þing­hús Bras­il­íu á dög­un­um. 

BBC grein­ir frá því að yf­ir­völd hafi fimm daga til að ákæra þá sem hafa verið form­lega hand­tekn­ir, en fleiri en 1.500 ein­stak­ling­ar hafa verið hneppt­ir í varðhald eft­ir óeirðirn­ar. 

Yf­ir­völd ótt­ast enn frek­ari óeirðir og eru ör­ygg­is­sveit­ir með viðveru í höfuðborg­inni, Bras­il­íu.

Hvetja til „stórra“ mót­mæla 

Sam­kvæmt minn­is­blaði sak­sókn­ara sem breska rík­is­sjón­varpið, BBC, hef­ur und­ir hönd­um hafa stuðnings­menn Jairs Bol­son­aros, fyrr­ver­andi for­seta Bras­il­íu, hvatt til „stórra“ mót­mæla í stærstu borg­um lands­ins. 

Í skjal­inu seg­ir að þeir sem tóku þátt í árás á Hæsta­rétt, þing­húsið og for­seta­höll­ina muni þurfa að greiða rúm­lega 3.830 doll­ara í sekt, eða um 550 þúsund krón­ur. Þá þurfa fyr­ir­tæki sem fjár­mögnuðu og studdu aðgerðina að greiða 19.181 doll­ara sekt, eða um 2,7 millj­ón­ir króna. 

Rík­is­stjórn­in hef­ur beðið sam­fé­lags­miðla að loka aðgangi þeirra sem tóku þátt í að skipu­leggja árás­irn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert