Gæsluvarðhald Tate-bræðra framlengt

Andrew Tate og Tristan Tate í Búkarest fyrr í mánuðinum …
Andrew Tate og Tristan Tate í Búkarest fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið kallaðir fyrir dómara. AFP

Þeir Tate-bræður Andrew og Trist­an munu ekki spóka sig á göt­um Búkarest á næst­unni en gæslu­v­arðhald yfir þeim hef­ur nú verið fram­lengt hjá héraðsdómi í Rúm­en­íu. 

Verða þeir í gæslu­v­arðhaldi til 27. fe­brú­ar vegna rann­sókn­ar­hags­muna en bræðurn­ir banda­rísku eru grunaðir um aðild að um­fangs­mikl­um man­sals­hring. 

Voru þeir hand­tekn­ir í Rúm­en­íu seint á síðasta ári og lög­regl­an hef­ur lagt hend­ur á ýms­ar eign­ir Andrews sem flogið hef­ur hátt en hann varð fyrst þekkt­ur sem bar­dagakappi í Kick­boxi. 

Fram hef­ur komið hjá lög­mönn­um þeirra að báðir neiti þeir sök. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert