Maxwell: Epstein var myrtur

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein á samsettri mynd.
Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein á samsettri mynd. AFP

Ghislaine Maxwell, dæmd­ur sam­verkamaður kyn­ferðisaf­brota­manns­ins Jef­freys Ep­steins, held­ur því fram að Ep­stein hafi verið myrt­ur í fang­elsi. Þetta kem­ur fram í viðtali í þætti bresku sjón­varps­stöðvar­inn­ar TalkTV. 

Maxwell hlaut 20 ára fang­els­is­dóm fyr­ir að aðstoða Ep­stein við að brjóta kyn­ferðis­lega gegn ung­lings­stúlk­um og afplán­ar hún nú dóm­inn í fang­elsi í Flórída í Banda­ríkj­un­um. 

Ep­stein, sem var sakaður kyn­ferðis­brot gegn börn­um, þurfti aldrei að svara til saka fyr­ir dóm­stól­um þar sem hann lést í fang­elsi í ág­úst 2019, 66 ára að aldri. Niðurstaða krufn­ing­ar leiddi í ljós að hann hafi tekið eigið líf með því að hengja sig. Þrátt fyr­ir það hafa ýms­um sam­særis­kenn­ing­um um dauðdaga hans verið haldið á lofti.

Viður­kenndu að hafa falsað skjöl

„Ég trúi því að hann hafi verið myrt­ur,“ seg­ir Maxwell í sjón­varpsþætt­in­um sem var sýnd­ur í gær. „Ég varð fyr­ir áfalli. Svo fór ég að velta því fyr­ir mér hvernig þetta hefði gerst.“

Sér­fræðing­ur í rétt­ar­meina­fræðum, sem bróðir Ep­stein réði til starfa, sagði árið 2019 að sönn­un­ar­gögn bentu til þess að Jef­frey Ep­stein hefði verið myrt­ur. Hann hélt því fram að fjöl­mörg bein­brot í hálsi hans hefðu verið „mjög óvenju­leg“ hvað sjálfs­víg varðar.

Banda­ríska dóms­málaráðuneytið hef­ur staðið fyr­ir ára­langri rann­sókn á því hvernig Ep­stein átti að hafa getað hengt sig í fang­els­inu. Ráðuneytið hef­ur þó ekki komið fram með nein gögn sem benda til þess að nokkuð sak­næmt hafi þarna átt sér stað. 

Tveir fanga­verðir, sem voru á vakt, viður­kenndu að hafa falsað skjöl um það hvernig Ep­stein lést um­rætt kvöld. Þeir voru ákærðir síðla árs 2019 fyr­ir van­rækslu í starfi, en sak­sókn­ar­ar vísuðu þó mál­inu frá tveim­ur árum síðar eft­ir að fanga­verðirn­ir höfðu lokið sam­fé­lagsþjón­ustu sam­kvæmt sam­komu­lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert