Rannsókn á máli MH17 hætt

Frá blaðamannfundi í hollensku borginni Haag í morgun vegna málsins.
Frá blaðamannfundi í hollensku borginni Haag í morgun vegna málsins. AFP/Kenzo Tribouillard

Alþjóðleg­ir rann­sak­end­ur hafa ákveðið að hætta rann­sókn sinni á máli farþega­flug­vél­ar­inn­ar MH17 sem var grandað yfir Úkraínu árið 2014.

Ástæðan er sú að ekki eru næg sönn­un­ar­gögn fyr­ir hendi til að sækja fleiri til saka.

„Rann­sókn­in er kom­in á enda­stöð. All­ir ang­ar máls­ins hafa verið rann­sakaðir og þess vegna hef­ur rann­sókn­inni verið hætt. Sönn­un­ar­gögn­in eru ekki næg til að hægt sé að sækja fleiri til saka,“ sagði hol­lenski sak­sókn­ar­inn Digna van Boetzeal­er á blaðamanna­fundi.

Flug­vél­in sem um ræðir var á leið frá Hollandi til Malas­íu þegar hún var skot­in niður yfir Úkraínu með þeim af­leiðing­um að all­ir 298 um borð fór­ust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert