Aðgerðum einungis haldið áfram í tveimur héruðum

Frá Kahramanmaras.
Frá Kahramanmaras. AFP/Bulent Kilic

Al­manna­varn­ir í Tyrklandi hafa fyr­ir­skipað að leit­ar- og björg­un­araðgerðum í land­inu verði hætt að und­an­skild­um tveim­ur héruðum. Eng­inn hef­ur fund­ist á lífi und­ir rúst­um síðastliðinn sól­ar­hring. 

„Í mörg­um héruðum er leit­ar- og björg­un­araðgerðum lokið. Aðgerðum verður haldið áfram í Kahram­an­maras og Hatay-héruðum,“ sagði Yun­us Sezer, yf­ir­maður al­manna­varna, við blaðamenn í An­kara, höfuðborg Tyrk­lands.

Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrk­land og Sýr­land þann 6. fe­brú­ar. Fjöldi staðfestra dauðsfalla hef­ur nú náð 46 þúsund­um, sam­kvæmt Aljazeera, en 44 þúsund sam­kvæmt frétta­stofu AFP.

Flest­ir þeir Íslend­ing­ar sem fóru út á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins til að aðstoða við björg­un­ar­starfið eru nú komn­ir til lands­ins aft­ur. 

Leita í grennd við 40 bygg­ing­ar

Kahram­an­maras-héraðið varð hvað verst úti í skjálft­an­um en eins og áður sagði verður aðgerðum haldið þar áfram. 

Að sögn Sezer fara aðgerðir nú fram í grennd við 40 bygg­ing­ar en hann gerði ráð fyr­ir því að sú tala myndi lækka eft­ir því sem líða tek­ur á dag­inn.

Fuat Oktay, vara­for­seti Tyrk­lands, sagði að um 105 þúsund bygg­ing­ar hefðu hrunið til jarðar eða orðið fyr­ir veru­leg­um skemmd­um í skjálft­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert