Fyrsta símtal í fjölskyldu eftir 10 daga undir rústum

Mustafa Avci var bjargað eftir að hafa verið grafinn undir …
Mustafa Avci var bjargað eftir að hafa verið grafinn undir rústum í 10 daga. AFP/Yasin Akgul

Fyrsta sím­tal Mu­stafa Avci við bróður sinn eft­ir að jarðskjálft­ar riðu yfir landið fyrr í mánuðinum var von­ar til­finn­ingaþrungið enda vissi fjöl­skylda hans ekki hvort hann hefði kom­ist lífs af. 

Avci hafði verið graf­inn und­ir rúst­um bygg­ing­ar í 10 daga áður en björg­un­ar­sveit­ar­menn komust til hans og var því von­in far­in að dvína. Vissi hann þá sjálf­ur ekki hvort að fjöl­skylda hans hefði lifað hörm­ung­arn­ar af. 

Þegar Avci náði loks að heyra í bróður sín­um, þar sem hann lá á spít­ala eft­ir björg­un­araðgerðina, leyndu til­finn­ing­arn­ar sér ekki. 

Guar­di­an deildi mynd­skeiði af augna­blik­inu sem má sjá hér að neðan.

View this post on In­sta­gram

A post shared by The Guar­di­an (@guar­di­an)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert