Í heimsókn 20 árum eftir innrásina

Lloyd Austin, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Lloyd Austin, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Raigo Pajula

Lloyd Aust­in, varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, heim­sótti Írak í morg­un, næst­um tveim­ur vik­um áður en 20 ár verða liðin síðan ráðist var inn í landið, að frum­kvæði Banda­ríkja­manna, og ein­ræðis­herr­an­um Saddam Hus­sein steypt af stóli.

„Ég er mætt­ur hingað til að ít­reka sam­vinnu Banda­ríkj­anna og Íraks á sama tíma og við fær­umst í átt að ör­ugg­ara, stöðugra og full­valda Írak,“ tísti Aust­in þegar hann lenti í höfuðborg­inni Bagdad.


Hinn 20. mars verða 20 ár liðin frá inn­rás­inni sem leiddi til tveggja ára­tuga blóðsút­hell­inga. Það er fyrst núna sem Írak er byrja að vinna sig út úr þeim.

Und­an­farið hafa fleiri er­lend­ir emb­ætt­is­menn heim­sótt landið, þar á meðal Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, og ut­an­rík­is­ráðherr­ar Írans, Rúss­lands og Sádi-Ar­ab­íu.

Lloyd Austin (til vinstri) ásamt forsætisráðherra Íraks, Mohammed Shia al-Sudani, …
Lloyd Aust­in (til vinstri) ásamt for­sæt­is­ráðherra Íraks, Mohammed Shia al-Su­dani, (til hægri) í Bagdad í morg­un. AFP

Náin tengsl við Íran

Síðan inn­rás­in í Írak var gerð, sem steypti súnní-múslim­um úr valda­stóli, hafa sjíta-múslim­ar, sem eru í meiri­hluta í land­inu, stjórnað Írak. Rík­is­stjórn­ir lands­ins hafa myndað náin tengsl við ná­granna sína í Íran, þar sem sjíta-múslim­ar fara einnig með völd, auk þess sem Írak­ar hafa haldið sam­bandi við Banda­rík­in, erkióvin Írans.

Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks (til hægri), tekur í höndina …
Mohammed Shia al-Su­dani, for­sæt­is­ráðherra Íraks (til hægri), tek­ur í hönd­ina á Guter­res í Bagdad 1. mars. AFP

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um og Íran hafa veitt ír­ösk­um stjórn­völd­um um­tals­verðan stuðning í bar­áttu þeirra gegn súnní-öfga­mönn­um úr röðum Rík­is íslams, en sam­tök­in réðu yfir stór­um hluta norður- og vest­ur­hluta Íraks árið 2014.

Þau misstu landsvæði sín í Írak árið 2017, en eru enn með starf­semi eyðimörk­inni og uppi í fjöll­um bæði í Írak og ná­granna­rík­inu Sýr­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert