Mál manns sem var hálfa öld á dauðadeild endurupptekið

Iwao Hakamada á leið í Hæstarétt Japan í dag ásamt …
Iwao Hakamada á leið í Hæstarétt Japan í dag ásamt systur sinni, Hideko Hakamada. AFP/Kazuhiro Nogi

Mál Jap­ana, sem sat á dauðdeild í nærri hálfa öld, verður tekið til end­urupp­töku hjá dóm­stóli.

BBC grein­ir frá því að Iwao Hakamada, sem er nú 87 ára gam­all, sé sá fangi sem hef­ur setið lengst á dauðdeild allra í heim­in­um. Hakamada var áður at­vinnu­box­ari.

Hann var dæmd­ur árið 1968 fyr­ir að stinga yf­ir­mann sinn, eig­in­konu hans og tvö börn þeirra til bana árið 1966 nærri Tókýó. 

Hakamada játaði verknaðinn eft­ir að hafa verið yf­ir­heyrður í 20 daga. Hann sagðist hafa verið bar­inn er þær stóðu yfir. Hann dró síðan játn­ing­una til baka frammi fyr­ir dómi. 

Skera úr um hvort DNA til­heyrði Hakamada

Mann­rétt­inda­sam­tök hafa gagn­rýnt japönsk yf­ir­völd fyr­ir að reiða sig of mikið á játn­ing­ar, sem þau segja að lög­regl­an fái oft fram með val­beit­ingu. 

End­urupp­taka í máli Hakamada mun skera úr um hvort DNA sem fannst á föt­um fórn­ar­lambanna hafi í raun verið úr Hakamada. Lög­menn hans segja erfðaefnið ekki vera úr skjóla­stæðingi þeirra og að sönn­un­ar­gögn­in hafi verið til­bún­ing­ur. 

Árið 2014 var Hakamada lát­inn laus er héraðsdóm­ur tók aft­ur upp málið. Dóm­stól­inn komst að þeirri niður­stöðu að rann­sak­end­ur gætu hafa falsað sönn­un­ar­gögn. Æðra dóm­stig í Tókýó sneri við þeim dómi og í kjöl­farið var mál­inu áfrýjað til Hæsta­rétt­ar Jap­an. 

Hæstirétt­ur hef­ur því nú loks kom­ist að þeirri niður­stöðu að taka skuli málið upp að nýju. 

And­legri heilsu Hakamada hrakað

„Ég hef beðið í 57 ár eft­ir þess­um degi og nú er hann runn­in upp,“ sagði Hi­deko Hakamada, syst­ir Iwao, sem er nú níræð og hef­ur bar­ist fyr­ir bróður sinn um ára­tuga skeið.

„Ég hef beðið í 57 ár eftir þessum degi og …
„Ég hef beðið í 57 ár eft­ir þess­um degi og nú er hann runn­in upp,“ sagði Hi­deko Hakamada syst­ir Iwao. AFP/​Kazu­hiro Nogi

„Loks­ins hef­ur þungi fargi verið lyft af herðum mér.“

Fjöl­skylda Hakamada segja að and­legri heilsu hans hafi hrakað eft­ir ára­tugi í fang­elsi. 

Ferli end­urupp­töku máls­ins gæti tekið nokk­ur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert