Tuttugu ár frá umdeildri innrás í Írak

Rót innrásarinnar lá í grunsemdum vesturveldanna um að Saddam Hussein, …
Rót innrásarinnar lá í grunsemdum vesturveldanna um að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, hefði áform um að koma sér upp gjöreyðingarvopnum í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. AFP/Christophe Simon

Í dag eru tutt­ugu ár liðin frá því að land­her Banda­ríkj­anna hóf inn­rás sína í Írak ásamt banda­mönn­um sín­um frá Bretlandi, Ástr­al­íu og Póllandi, auk þess sem fleiri ríki lýstu yfir stuðningi sín­um við inn­rás­ina og/​eða tóku þátt í hernaðaraðgerðum eft­ir að inn­rás­inni sem slíkri var lokið.

Rót inn­rás­ar­inn­ar lá í grun­semd­um vest­ur­veld­anna um að Saddam Hus­sein, ein­ræðis­herra Íraks, hefði áform um að koma sér upp gjör­eyðing­ar­vopn­um í trássi við álykt­an­ir ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, sem samþykkt­ar voru í kjöl­far inn­rás­ar Íraka í Kúveit í ág­úst 1990, og ít­rekaðar síðan í álykt­un­um ráðsins 1995 og 1999.

Inn­rás­in sjálf tók um það bil einn mánuð, þar sem her­ir banda­manna náðu höfuðborg­inni Bagdad á sitt vald 9. apríl, og hinn 1. maí 2003 lýsti Geor­ge W. Bush, þáver­andi Banda­ríkja­for­seti, yfir, að helstu hernaðaraðgerðum væri lokið. Við tóku hins veg­ar löng átök við upp­reisn­ar­menn inn­an Íraks, og lauk Íraks­stríðinu sem slíku ekki fyrr en í des­em­ber 2011. Enn eru þó viðvar­andi róst­ur og átök inn­an Íraks, sem rekja má til inn­rás­ar­inn­ar.

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi ráðherra, seg­ir að inn­rás­in hafi verið mjög um­deild á sín­um tíma.

„Bret­ar og Banda­ríkja­menn sam­einuðust um að ráðast inn í Írak, og gáfu tvær megin­á­stæður, ann­ars veg­ar að það væru gjör­eyðing­ar­vopn í land­inu og hins veg­ar því að Írak væri upp­spretta hryðju­verka und­ir for­ystu Hus­seins,“ seg­ir Björn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert