Tate bræður skulu færðir í stofufangelsi

Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu …
Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu í Rúmeníu. AFP/Daniel Mihailescu

Rúm­ensk­ur dóm­ari hef­ur kveðið á um að bræðrun­um Andrew Tate og Trist­an Tate skuli sleppt úr varðhaldi lög­reglu þegar í stað og færðir í stofufang­elsi. Nú­ver­andi varðhald yfir mönn­un­um átti að renna út þann 29. apríl næst­kom­andi.

Þessu grein­ir BBC frá. 

Andrew Tate er vel þekkt­ur á sam­fé­lags­miðlum og hef­ur verið bannaður á þeim mörg­um en hann hef­ur gjarn­an deilt skoðunum sem ein­kenn­ast af kven­h­atri og eitraðri karl­mennsku. 

Bræðurn­ir tveir voru hand­tekn­ir í Rúm­en­íu 30. des­em­ber síðastliðinn. Menn­irn­ir eru grunaðir um kyn­ferðis­brot og man­sal. Þá eru þeir grunaðir um að hafa staðið að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, sem fólst meðal ann­ars í því að kon­ur voru neydd­ar til þess að taka þátt í fram­leiðslu klám­mynd­banda.

Þeir hafa neitað sök í mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert