„Alvarlegt brot“ gegn reglunni um eitt Kína

Tsai Ing-wen og Kevin MacCarthy funduðu í gær á Ronald …
Tsai Ing-wen og Kevin MacCarthy funduðu í gær á Ronald Reagan-bókasafninu í Simi-dal í Kaliforníu. AFP/Frederic J. Brown

„Þrátt fyr­ir ít­rekaðar aðvar­an­ir Kína heim­iluðu Banda­rík­in för Tsai Ing-wen, leiðtoga Taív­an-svæðis­ins, um Banda­rík­in. Kevin Mc Cart­hy, þriðji valda­mesti maður banda­rískra stjórn­valda, átti mjög áber­andi fund með Tsai.“

Þetta er meðal þess sem seg­ir í yf­ir­lýs­ingu kín­verska sendi­ráðsins á Íslandi sem borist hef­ur rit­stjórn Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Hafa kín­versk stjórn­völd for­dæmt fund McCart­hy, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, með taívanska for­set­an­um í gær og um­ferð kín­verskra hernaðarfar­ar­tækja á sund­inu milli land­anna auk­ist mjög, eins og gerðist þegar for­veri McCart­hy í embætti, Nancy Pe­losi, fór í óvænta heim­sókn til Taívans í fyrra.

Shandong og Ni­m­itz á sigl­ingu

Ræddu for­set­inn og deild­ar­for­set­inn meðal ann­ars vopn sem sá síðar­nefndi kvað bráðnauðsyn­legt að út­vega Taívön­um en Tsai lauk lofs­orði á „sterkt og ein­stakt sam­band“ ríkj­anna.

Chiu Kuo-cheng, varn­ar­málaráðherra Taívans, sagði í gær að her lands­ins fylgd­ist grannt með kín­verska flug­móður­skip­inu Shandong sem væri á sund­inu ásamt fleiri kín­versk­um her­skip­um. Eng­ar orr­ustuþotur hefðu sést hefja sig til flugs af þilfari Shandong og virt­ist för skip­anna bera keim af heræf­ing­um – tíma­setn­ing þeirra væri þó „viðkvæm“.

Staðfesti varn­ar­málaráðherr­ann einnig að banda­ríska flug­móður­skipið Ni­m­itz væri statt á sama hafsvæði en það hef­ur verið við æf­ing­ar með jap­anska og suðurkór­eska sjó­hern­um á Aust­ur-Kína­hafi síðustu daga.

Röng skila­boð

Kín­verj­ar hafa lagst mjög ein­dregið gegn öll­um stuðningi Banda­ríkj­anna við Taív­an sem kín­versk stjórn­völd viður­kenna ekki sem ríki – reynd­ar gera Banda­ríkja­menn það ekki held­ur – sam­kvæmt stefn­unni „eitt Kína“ sé Taív­an hluti af Kína.

Seg­ir enda í fram­an­greindri yf­ir­lýs­ingu kín­verska sendi­ráðsins að fund­ur­inn í Los Ang­eles í gær sé al­var­legt brot gegn meg­in­regl­unni „eitt Kína“ og sendi röng skila­boð til þeirra aðskilnaðarsinna sem aðhyll­ist sjálf­stæði Taívans. „Kína leggst al­gjör­lega gegn og for­dæm­ir [fund­inn],“ seg­ir þar enn frem­ur.

CNN

NBC

BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert