Trump kennt um valdatöku talíbana í Afganistan

Hvíta húsið kennir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta um valdatöku talíbana …
Hvíta húsið kennir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta um valdatöku talíbana í Afganistan. AFP

Hvíta húsið kenn­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um slæm­ar af­leiðing­ar valda­töku talíbana í Af­gan­ist­an sum­arið 2021. Fjöldi fólks hélt á flug­völl­inn í Kabúl til þess að flýja landið þar sem nú er breytt stjórn­ar­far og skert mann­rétt­indi.

Ákvarðanir Don­alds Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta spiluðu þar stórt hlut­verk að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna. Útdrátt­ur úr skýrsl­unni hef­ur verið birt­ur.

Van­mátu styrk talíbana

Herlið Banda­ríkj­anna yf­ir­gaf Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­an um miðjan ág­úst árið 2021 en þá höfðu talíban­ar náð fjölda héraða lands­ins á sitt vald. Talíban­ar réðust inn í Kabúl af full­um krafti þann 15. ág­úst og náðu völd­um í land­inu í kjöl­farið.

Í fyrr­nefndri skýrslu er Trump kennt um at­b­urðarás­ina, þó svo að stærsti hluti áætl­un­ar þess efn­is að draga her­inn frá Af­gan­ist­an hafi verið hrundið í fram­kvæmd. Fyrri hluta árs­ins 2021 fækkuðu Banda­ríkja­menn í herliði sínu í Af­gan­ist­an og sóttu talíban­ar í sig veðrið.

Ekk­ert hefði getað komið í veg fyr­ir hörm­ung­arn­ar

Kem­ur fram í skýrslu þjóðarör­ygg­is­ráðs að banda­rísku leyniþjón­ust­unni hafi mistek­ist að lesa í aðstæður. Þannig hafi stjórn­ar­her Af­gan­ist­an ekki búið yfir sama styrk og banda­rísk stjórn­völd væntu auk þess sem þau van­mátu styrk talíbana.

Ekk­ert hefði getað komið í veg fyr­ir hörm­ung­ar vegna brott­hvarfs Banda­ríkja­hers frá Af­gan­ist­an, að mati þjóðarör­ygg­is­ráðsins. Joe Biden hafi „neitað því að senda aðra kyn­slóð Banda­ríkja­manna í stríð sem hefði átt að vera lokið fyr­ir löngu síðan“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert