Kínverjar hefja heræfingar í kringum Taívan

Hermaður frá Taívan á varðbergi vegna heræfinga Kínverja.
Hermaður frá Taívan á varðbergi vegna heræfinga Kínverja. AFP

Kín­verj­ar hófu heræf­ing­ar í kring­um Taív­an í morg­un. Litið er á æf­ing­arn­ar sem aðvör­un til rík­is­stjórn­ar eyj­unn­ar eft­ir að for­seti Taívans fundaði með for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings.

Kín­versk stjórn­völd for­dæmdu fund­inn. 

Heræf­ing­arn­ar fara fram und­ir yf­ir­skrift­inni „Sam­einað beitt sverð“ og eiga að standa yfir í þrjá daga. Að sögn rík­is­fjöl­miðils verður meðal ann­ars æft hvernig skal um­kringja Taív­an, að því er sagði í yf­ir­lýs­ingu Frels­is­hers­ins (PLA).

Tsai Ing-wen, for­seti Taívans, for­dæmdi æf­ing­arn­ar þegar í stað og hét því að starfa með „Banda­ríkj­un­um og öðrum svipað þenkj­andi lönd­um“ gegn „áfram­hald­andi útþenslu ein­ræðis­stjórn­ar“.

Flug­vél­ar og skip ásamt fjölda her­manna verða að störf­um í Taívansundi og loft­helg­inni þar fyr­ir ofan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert