Kínverjar æfðu árásir á Taívan

Herþota flughers Taívan, Mirage 2000, lendir í Hsinchu í norðurhluta …
Herþota flughers Taívan, Mirage 2000, lendir í Hsinchu í norðurhluta Taívans í morgun. AFP/Jameson Wu

Herþotur og her­skip frá Kína æfðu árás­ir á Taív­an í morg­un þegar þau um­kringdu eyj­una á öðrum degi heræf­inga sem efnt var til eft­ir fund for­seta eyj­ar­inn­ar með for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings.

Stjórn­völd í Taív­an hafa for­dæmt æf­ing­arn­ar, auk þess sem banda­rísk stjórn­völd hafa beðið Kín­verja um að sýna still­ingu og segj­ast þau „fylgj­ast vel og vand­lega með aðgerðum stjórn­valda í Pek­ing“.

Heræf­ing­ar standa yfir í þrjá daga og á þeim að ljúka á morg­un.

Ferðamenn taka ljósmyndir af Taívansundi á Pingtan-eyju, sem stendur næst …
Ferðamenn taka ljós­mynd­ir af Taívansundi á Pingt­an-eyju, sem stend­ur næst sund­inu. AFP/​Greg Baker

„Ég er dá­lítið áhyggju­full­ur. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri það ekki,“ sagði Don­ald Ho, 73 ára, sem stundaði lík­ams­rækt í al­menn­ings­garði í morg­un í borg­inni Taipei.

„Ég hef áhyggj­ur vegna þess að ef stríð brýst út munu bæði lönd­in þurfa að þjást tölu­vert.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert