Segja kínversk herskip og loftför enn á svæðinu

Kínverskt strandgæsluskip á siglingu norðaustur af Pingtan-eyju.
Kínverskt strandgæsluskip á siglingu norðaustur af Pingtan-eyju. AFP/Greg Baker

Varn­ar­málaráðuneyti Taív­an kveðst hafa orðið vart við níu kín­versk her­skip og 26 loft­för í grennd við eyj­una í morg­un, degi eft­ir að kín­verski her­inn sagðist hafa lokið heræf­ing­um á svæðinu. 

Sam­kvæmt varn­ar­málaráðuneyti Taív­an sást til her­skip­anna um klukk­an 11 í morg­un að staðar­tíma.

Æfing­arn­ar aðvör­un

Æfing­ar kín­verska hers­ins voru haldn­ar í kjöl­far þess að for­seti Taívans fundaði með for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. Kín­versk stjórn­völd for­dæmdu fund­inn og má líta á æf­ing­arn­ar sem aðvör­un til rík­is­stjórn­ar Taív­an.

Rúss­nesk stjórn­völd hafa stutt við Kína og sagt fund Taív­an og Banda­ríkj­anna vera „ögr­andi at­hæfi“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert