Spennan eykst á Taívan-sundi

Taívanskir hermenn sjást hér við loftvarnarbyssur í nágrenni höfuðborgarinnar Taípei …
Taívanskir hermenn sjást hér við loftvarnarbyssur í nágrenni höfuðborgarinnar Taípei um helgina. AFP/Varnarmálaráðuneyti Tíavans

Kín­versk stjórn­völd til­kynntu í gær að þau hefðu náð öll­um mark­miðum heræf­ing­ar sinn­ar, sem hald­in var í ná­grenni Taívans yfir páska­helg­ina. Æfði kín­verski her­inn meðal ann­ars loft- og eld­flauga­árás­ir á eyj­una, sem og að setja hafn­bann á hana.

Æfing­arn­ar voru hugsaðar sem svar við fundi Tsa­is Ing-wen, for­seta Taívans, með Kevin McCart­hy, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, fyr­ir helgi, en kín­versk stjórn­völd höfðu hótað því að bregðast hart við ef yrði af fund­in­um.

Í yf­ir­lýs­ingu kín­verska hers­ins sagði að æf­ing­in hefði meðal ann­ars reynt á sam­taka­mátt hers, flota og flug­hers við „raunsann­ar bar­dagaaðstæður“. Þá sagði í yf­ir­lýs­ing­unni að her­sveit­irn­ar væru „reiðubún­ar til orr­ustu, og gætu bar­ist hvenær sem er“, auk þess sem þær myndu „brjóta niður af ákveðni all­ar teg­und­ir af „sjálf­stæði Taívans“, aðskilnaðar­stefnu og er­lend­ar til­raun­ir til íhlut­un­ar“.

Í kín­versk­um rík­is­fjöl­miðlum kom fram að auk hafn­banns­ins hefði fjöldi flug­véla æft „loft­bann“ á eyj­una, auk þess sem greint var frá því að annað af flug­móður­skip­um Kín­verja, Shandong, hefði tekið þátt í æf­ing­unni. Varn­ar­málaráðuneyti Taívans for­dæmdi æf­ing­una í gær og sagði hana grafa und­an stöðug­leika í heims­hlut­an­um.

Sagði ráðuneytið í yf­ir­lýs­ingu sinni að minnst 12 kín­versk her­skip og 91 orr­ustuþota hefðu verið í ná­grenni eyj­unn­ar í gær. Þar af hefðu 54 þotur farið inn fyr­ir þá línu, sem yf­ir­völd á Taív­an segja að sé miðlína milli sín og meg­in­lands Kína, en kín­versk stjórn­völd segja eyj­una til­heyra sér.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert