Teknir af lífi fyrir að brenna Kóraninn

Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, veifar til almennings.
Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, veifar til almennings. AFP

Tveir karl­menn sem voru fundn­ir sek­ir um að brenna Kór­an­inn, helgi­rit múslima, og móðga Múhameð spá­mann voru tekn­ir af lífi í Íran í morg­un.

Þeir Sa­drollah Fazeli Zare og Yuss­ef Mehrdad voru hengd­ir.

Ann­ar þeirra var sagður hafa fyr­ir tveim­ur árum viður­kennt fyr­ir dóm­stól­um að hafa framið þessi af­brot, sagði á frétt­asíðunni Miz­an On­line.

Menn­irn­ir voru einnig sakaðir um að hafa hvatt fólk á sam­fé­lags­miðlum til að trúa ekki á guð.

Írönsk yf­ir­völd taka fleiri af lífi á hverju ári en nokk­ur önn­ur þjóð, ef Kína er und­an­skilið, að sögn sam­tak­anna Am­nesty In­ternati­onal.

75 fleiri voru hengd­ir í Íran í fyrra en árið á und­an, að sögn tveggja annarra mann­rétt­inda­sam­taka. Að minnsta kosti 582 voru tekn­ir af lífi í Íran í fyrra, sem er það mesta síðan 2015, sögðu sam­tök­in Iran Hum­an Rights og Toget­her Against the De­ath Penalty í sam­eig­in­legri skýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert