Segist leiða þó tölurnar sýni það ekki

Kemal Kilicdaroglu segist leiða.
Kemal Kilicdaroglu segist leiða. Adem Altan/AFP

„Við leiðum“ skrif­ar Kemal Kilicd­aroglu, mót­fram­bjóðandi Recep Tayyip Er­dog­an, í tísti sem hann birti eft­ir fyrstu töl­ur. 

Mun­ur­inn milli Er­dog­an og Kilicd­aroglu minnk­ar eft­ir því sem á líður, en nú þegar 41,55 pró­sent at­kvæða hafa verið tal­in, er Er­dog­an þó enn leiðandi með 52,55 pró­senta fylgi gegn 41,55 pró­senta fylgi Kilicd­aroglu.

Þessi yf­ir­lýs­ing Kilicd­aroglu virðist því ekki eiga sér beina stoð í þeim töl­um sem rík­is­miðill Tyrk­lands hef­ur birt, en stuðnings­menn Kilicd­aroglu hafa varað við því að leggja of sterk­an skiln­ing í fyrstu töl­ur, enda séu þær ekki mark­tæk­ar þegar svo lít­ill hluti at­kvæða hef­ur verið tal­inn.

Talsmaður Re­públi­kana­flokks­ins, sem Kilicd­aroglu býður sig fram fyr­ir, seg­ir að sú mynd sem sé að teikn­ast upp með töld­um at­kvæðum, sé afar já­kvæð fyr­ir flokk­inn og Kilicd­aroglu.

Kosið um framtíð lýðræðis­ins

Tyrk­ir gengu til þing- og for­seta­kosn­inga um helg­ina, og þykja þetta sér­stak­lega merki­leg­ar kosn­ing­ar í ljósi þess að þær kunna að skera úr um það hver sé framtíð lýðræðis í tyrk­neskri stjórn­skip­an, eða ekki.

Er­dog­an hef­ur verið í embætti for­seta sam­fleytt frá ár­inu 2014. Með hverju kjör­tíma­bil­inu hef­ur hann þokast nær ein­ræðis­leg­um stjórn­ar­hátt­um. Til að mynda breytti hann stjórn­skip­an rík­is­ins á síðasta kjör­tíma­bili á þann veg að fram­kvæmd­ar­valdið var fært und­ir for­set­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert