Lasta Kristersson og lofa Katrínu

Kristersson er gagnrýndur í leiðara blaðsins.
Kristersson er gagnrýndur í leiðara blaðsins. Samsett mynd

Ulf Kristers­son for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar er harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa sóað for­mennsku­tíma­bili Svía í Evr­ópu­sam­band­inu. Jafn­framt fá Ísland og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra lof fyr­ir frum­kvæði sitt að leiðtoga­fund­in­um.

Í leiðara sænska dag­blaðsins Aft­on­bla­det er farið hörðum orðum um Kristers­son. Er hann gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa van­rækt störf sín og sagður hafa sóað um hálfs árs langri for­mennsku Svía í ESB.

Blaðið seg­ir að þó svo að Evr­ópuráðið og Evr­ópu­sam­bandið séu ótengd hefðu Sví­ar getað tekið af skarið og nýtt tæki­færi sitt í for­manns­stól ESB til þess að halda svipaðan leiðtoga­fund um ástandið í Úkraínu.

Kristers­son ekki í Hörpu

„Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra Íslands seg­ir að vegið sé að grunn­gild­um Evr­ópu. Hún und­ir­strik­ar í opn­un­ar­ræðu sinni að þessi fund­ur sé ekki fagnaðar­er­indi,“ skrif­ar höf­und­ur leiðarans, Jonna Sima.

Kristers­son er sömu­leiðis gagn­rýnd­ur fyr­ir það að hafa sjálf­ur ekki mætt til leiðtoga­fund­ar­ins en Sví­ar sendu frek­ar ut­an­rík­is­ráðherra sinn Tobi­as Bill­ström á fund­inn.

Spán­verj­ar munu taka við for­mennsku ESB í júlí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert