Epstein hótaði að fletta ofan af framhjáhaldi Gates

Í tölvupósti Espstein kom fram að hann gæti afhjúpað framhjáhaldið …
Í tölvupósti Espstein kom fram að hann gæti afhjúpað framhjáhaldið ef Gates héldi ekki tengslum við sig. Samsett mynd

Kyn­ferðisaf­brotamaður­inn og auðkýf­ing­ur­inn Jef­frey Ep­stein hótaði að fletta ofan af fram­hjá­haldi millj­arðamær­ings­ins Bill Gates, meðstofn­anda hug­búnaðarris­ans Microsoft, eft­ir að hafa mistek­ist að sann­færa hann um að verða bak­hjarl góðgerðarsjóðs sem Ep­stein hugðist stofna með JP Morg­an Chase-bank­an­um.

Dag­blaðið Wall Street Journal seg­ir svo frá.

38 ára ald­urs­mun­ur

Bill Gates á að hafa haldið við rúss­neska bridge-spil­ar­ann Mílu Ant­onóvu í kring­um árið 2010 er hún var á þrítugs­aldri. 38 ára ald­urs­mun­ur er á Ant­onóvu sem fædd er árið 1993 og millj­arðamær­ingn­um Gates sem fædd­ur er árið 1955.

Ep­stein hitti Ant­onóvu árið 2013 og greiddi seinna skóla­gjöld henn­ar í for­rit­un­ar­nám í Banda­ríkj­un­um.

Krafðist end­ur­greiðslu

Árið 2017, eft­ir að Ep­stein mistókst að sann­færa Gates að verða bak­hjarl fyr­ir­hugaðs góðgerðarsjóðs, sendi hann Gates tölvu­póst þar sem hann krafðist end­ur­greiðslu vegna skóla­gjalda Ant­onóvu.

Í tölvu­pósti Esp­stein kom fram að hann gæti af­hjúpað fram­hjá­haldið ef Gates héldi ekki tengsl­um við sig.

Ep­stein var árið 2006 sakaður um kyn­ferðisof­beldi gegn stúlk­um allt niður í 14 ára að aldri og játaði tveim­ur árum síðar að hafa leitað til og út­vegað ólögráða ung­menni til vænd­is. Hann sat um tíma í fang­elsi í Flórída og varð skráður kyn­ferðisaf­brotamaður.

Ep­stein var hand­tek­inn árið 2019 vegna ákæru um man­sal eft­ir að Miami Her­ald greindi frá tug­um kvenna til viðbót­ar sem greindu frá mis­notk­un hans. Hann lést síðar sama ár í fang­elsi á meðan hann beið rétt­ar­halda og er tal­inn hafa framið sjálfs­víg.

Árang­urs­laus hót­un

„Gates hitti Ep­stein aðeins vegna góðgerðar­mála. Eft­ir að hafa ít­rekað mistek­ist að draga Gates að borðinu, hótaði Ep­stein Gates án ár­ang­urs og bar fyr­ir sig gam­alt sam­band Gates,“ hef­ur Wall Street Journal eft­ir tals­manni Gates.

Sjálf­ur hef­ur Bill Gates sagt að hann hafi nokkr­um sinn­um hitt Ep­stein til að ræða góðgerðar­mál og að hann sjái mikið eft­ir því og kalli það mis­tök af sinni hálfu.

Ant­onóva neitaði að tjá sig um Gates og sagðist ekki hafa vitað hver Ep­stein var þegar þau hitt­ust. 

„Ég hafði enga hug­mynd um að hann væri glæpa­maður eða hefði uppi ann­ar­leg­ar ástæður,“ sagði hún um Ep­stein. „Ég hélt bara að hann væri far­sæll kaup­sýslumaður sem vildi hjálpa. Ég hef and­styggð á Ep­stein og því sem hann gerði.“

„Reyndi að sparka í hann“

Bridge er eitt af eft­ir­læt­is áhuga­mál­um Bill Gates. Hann spilaði við Anot­onóvu en hún stofnaði bridge-klúbb í Banda­ríkj­un­um áður en hún tók að sér ýmis störf hug­búnaðar­verk­fræðings í Norður-Kali­forn­íu.

Í mynd­skeiði sem birt var á ver­ald­ar­vefn­um árið 2010 lýs­ir Ant­onóva hvernig hún hitti Gates á bridge-móti og spilaði á móti hon­um. „Ég vann hann ekki en ég reyndi að sparka í hann,“ sagði hún í mynd­skeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert