Ákæra vegna sölu á njósnabúnaði til Tyrklands

Auglýsingar í aðdraganda kosninga í Tyrklandi.
Auglýsingar í aðdraganda kosninga í Tyrklandi. AFP/Ozan Kose

Sak­sókn­ar­ar í Þýskalandi hafa ákært fjóra fyrr­ver­andi stjórn­end­ur tæknifyr­ir­tæk­is­ins Fin­Fis­her fyr­ir að hafa selt tyrk­nesku leyniþjón­ust­unni hug­búnað sem auðveld­ar henni að fylgj­ast með stjórn­ar­and­stöðunni þar í landi. Hug­búnaður Fin­Fis­her er ætlaður til að auðvelda lög­gæslu og eft­ir­lits­stofn­un­um störf sín.

Ákær­an gegn fyrr­ver­andi stjórn­end­un­um kveður á um að þeir hafi brotið regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins um að selja hug­búnað út úr sam­band­inu án til­skil­inna leyfa. Reglu­gerðin bein­ist að hug­búnaði sem hægt er að nota í tvíþætt­um til­gangi, það er bæði í hernaðarleg­um og borg­ara­leg­um. FinSpy, hug­búnaður fyr­ir­tæk­is­ins, get­ur kom­ist inn í og náð stjórn á ut­anaðkom­andi tölv­um og snjallsím­um og fylgst með fjar­skipt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert