Ogan lýsir yfir stuðningi við Erdogan

Sinan Ogan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir stuðningi sínum við …
Sinan Ogan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir stuðningi sínum við sitjandi forseta Tyrklands, Recep Tayyup Er­dog­an. AFP

Sin­an Ogan, fram­bjóðand­inn sem lenti í þriðja sæti í for­seta­kosn­ing­um Tyrk­lands, hef­ur veitt sitj­andi for­seta Tyrk­lands, Recep Tayyup Er­dog­an, stuðning sinn. Stuðning­ur hans mun lík­lega tryggja Er­dog­an end­ur­kjör, en for­set­inn hlaut 49,5 pró­sent at­kvæða í fyrri taln­ingu. Stuðning­ur Ogan er tal­inn geta ráðið úr­slit­um kosn­ing­anna.  

Tyrk­nesk kosn­inga­lög kveða á um að fram­bjóðandi þurfi að hljóta minnst 50 pró­sent at­kvæða til þess að ná kjöri, ella þurfi ný kosn­ing að fara fram milli þeirra tveggja sem hlutu flest at­kvæði. 

Stuðning­ur Ogan tal­inn ráða úr­slit­um

Ogan er öfga hægrimaður, sem sótt­ist eft­ir for­seta­kjöri fyr­ir hönd Forfeðrabanda­lags­ins, banda­lags fjög­urra hægri­flokka í for­seta­kosn­ing­un­um. Ogan hlaut 5,17 pró­sent at­kvæða í kosn­ing­un­um sem fóru fram 14. maí og því gæti það ráðið úr­slit­um hvert stuðnings­menn hans færa sig. 

Mót­fram­bjóðandi Er­dog­an, Kemal Kilicd­aroglu, hlaut sam­kvæmt lok­aniður­stöðum 44,9 pró­sent at­kvæða, en tals­verð upp­lýs­inga­óreiða ríkti á meðan á at­kvæðataln­ingu stóð. Rík­is­fjöl­miðill lands­ins og einka­rek­inn fjöl­miðill greindu frá nýj­ustu töl­um jafnóðum en virt­ust sjald­an á sama máli, en sá rík­is­rekni virt­ist hliðholl­ur Er­dog­an og sá einka­rekni Kilicd­aroglu.

Ogan sagði stuðning sinn við Er­dog­an stafa af því að flokk­ur hans, AK-flokk­ur­inn, hefði meiri­hluta á þingi, en að hans mati væri það mik­il­vægt að ný­kjör­inn for­seti væri und­ir sömu for­ystu og þingið. Er­dog­an og flokk­ur hans hafa verið við völd síðastliðin 20 ár. Ogan vís­ar því al­farið á bug að hann eigi hags­muna að gæta með stuðnings­yf­ir­lýs­ingu sinni. 

Ekki eru úr­slit þó ráðin, en sér­fræðing­ar segja að þrátt fyr­ir stuðning Ogan sé ekki víst að all­ir stuðnings­menn hans færi sig yfir í stuðnings­hóp Er­dog­an og ekki er ólík­legt að sum­ir hverj­ir sleppi því að kjósa í úr­slita­kosn­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert