Gæti orðið lokadagur leitarinnar

Fjölmiðlar fylgjast náið með leitinni í Portúgal.
Fjölmiðlar fylgjast náið með leitinni í Portúgal. AFP/Filipe Amorim

Lög­regl­an frá Portúgal, Þýskalandi og Bretlandi hélt áfram í morg­un leit sinni í uppistöðulóni í suður­hluta Portú­gals. Von­ast hún til að leit­in varpi ljósi á hvarf bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann árið 2007.

Portú­galsk­ir fjöl­miðlar sögðu að dag­ur­inn í dag gæti orðið þriðji og síðasti leit­ar­dag­ur­inn við bakka Adare-stífl­unn­ar.

Alls hafa um 50 lög­regluþjón­ar og portú­galsk­ir slökkviliðsmenn tekið þátt í leit­inni.

Portú­galsk­ir fjöl­miðlar sögðu í gær að tek­in hefðu verið jarðsýni á svæðinu, auk þess sem leif­ar af fatnaði fund­ust. Enn hef­ur þó ekk­ert fund­ist sem teng­ist mál­inu.

Lög­regl­an leitaði á sama svæði árið 2008 og fundu kafar­ar þá ein­göngu dýra­leif­ar.

AFP/​Fil­ipe Amorim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert