Pútín sendir Erdogan heillaóskir

Erdogan og Pútín eru miklir félagar.
Erdogan og Pútín eru miklir félagar. AFP/Pavel Golovkin

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hef­ur sent Recep Tayyip Er­dog­an, for­seta Tyrk­lands, heilla­ósk­ir. Er­dog­an tryggði sér end­ur­kjör nú í kvöld. 

Í skila­boðunum frá Pútín seg­ir for­set­inn að Er­dog­an hafi upp­skorið eins og hann sáði og að niðurstaðan væri skýrt merki um stuðning tyr­nesku þjóðar­inn­ar. 

Er­dog­an og Pútín hafa ætíð verið mikl­ir fé­lag­ar og Tyrk­land verið hlut­laus­ari í af­stöðu sinni til inn­rás­ar Rússa í Úkraínu en önn­ur ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins. 

Úrslit for­seta­kosn­ing­anna í Tyrklandi voru kunn­gjörð síðdeg­is í dag, en um 99% at­kvæða hafa verið tal­in. Hlaut Er­dog­an 52% at­kvæða en mót­fram­bjóðandi hans, Kemal Kilicd­aroglu, 48%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert