Staðfestir sigur Erdogans

Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast.
Recep Tayyip Erdogan er allur að braggast. AFP/Adem Altan

Landskjörstjórn í Tyrklandi hefur staðfest að Recep Tayyip Erdogan vann forsetakosningarnar sem fram fóru þar í dag. Erdogan hafði þegar lýst yfir sigri. 

Hlaut forsetinn 52,14% atkvæða í kosningunum en mótframbjóðandi hans Kemal Kilicdaroglu hlaut 47,86% atkvæða. 

Kjörstjórn sagði 99,43% atkvæða vera talin og að útslitin myndu ekki breytast við talningu á þeim atkvæðum sem eftir standa. 

Erdogan er 69 ára gamall og hefur setið á forsetastóli undanfarna tvo áratugi. Í dag tryggði hann sér forsetastólinn í fimm ár til viðbótar. 

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, óskaði félaga sínum Erdogan til hamingju í kvöld. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig sent heillaóskir til kollega síns í gegnum Twitter. Sagði hann Tyrkland og Frakkland þurfa að fara í gegnum margar áskoranir saman, þar á meðal að tryggja frið í Evrópu. 

Recep Tayyip Erdogan við kjörkassann í morgun.
Recep Tayyip Erdogan við kjörkassann í morgun. AFP/Murad Sezer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert