Breskur auðmaður í kafbátnum

Frá höfninni í Boston í dag. Landhelgisgæslan leitar nú kafbátsins.
Frá höfninni í Boston í dag. Landhelgisgæslan leitar nú kafbátsins. AFP/Joseph Prezioso

Breskur auðkýfingur, Hamish Harding, er einn af þeim sem eru um borð í kafbátnum sem nú er leitað að. Enn hefur ekkert spurst til kafbátsins sem ætlað var að skoða flak skipsins Titanic, þrátt fyrir umfangsmikla leit.

Lítið er vitað um hverjir voru um borð fyrir utan Harding. Harding hafði látið vita á Instagram-reikningi sínum að hann hygðist taka þátt í neðansjávarferðinni.

Ævintýramaður á ferð

Harding er 58 ára og mikill ævintýramaður. Hann hefur hagnast vel á fyrirtæki sínu Aviation Action, sem sérhæfir sig í kaupum og sölu á flugvélum, en sjálfur er Harding líka flugmaður. Hann kom á reglulegum flugsamgöngum til Suðurskautslandsins og einn farþega hans þangað var bandaríski geimfarinn Buzz Aldrin.

Árið 2022 fór Harding sjálfur út í geim með Jeff Bezos og ferðaþjónustufyrirtæki hans Blue Origin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert