Leita kafbáts með ferðamönnum við Titanic

Flak Titanic er á 3.800 metra dýpi.
Flak Titanic er á 3.800 metra dýpi. Ljósmynd/Woods Hole Oceanographic Institution

Kafbáts, sem er notaður til að flytja ferðamenn að flaki Titanic, er nú leitað í Atlantshafi. Óvitað er hve margir voru um borð þegar kafbáturinn hvarf.

Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Strandgæslan í Boston í Bandaríkjunum greindi frá því í samtali við BBC að björgunaraðgerðir hafi hafist í dag en óvitað er hvar kafbáturinn er.

Flak Titanic er á 3.800 metra dýpi í Atlantshafi og um 600 kílómetra frá strönd Kanada. Eins og þekkt er var farþegaskipið stærsta skip í heiminum á sínum tíma áður en það sökk í jómfrúarferð sinni frá borginni Southampton í Englandi til New York-borgar í Bandaríkjunum árið 1912, en um 1.500 manns létust í slysinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert