Hljóð heyrst við leitina í nótt

Báturinn hvarf fyrir tveimur dögum á ferðalagi sínu niður að …
Báturinn hvarf fyrir tveimur dögum á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic. AFP/OceanGate Expeditions

Kanadískar flugvélar hafa numið hljóð neðansjávar við leit að týnda kafbátnum í nótt. Hljóðin hafa verið numin nálægt því svæði þar sem báturinn hvarf fyrir tveimur dögum á ferðalagi sínu niður að flaki Titanic.

Bandaríska strandgæslan greinir frá því að í kjölfarið hafi fjarstýrður kafbátur verið færður til að kanna uppruna hljóðanna. Leitin hefur skilað neikvæðum niðurstöðum en er haldið áfram.

Tilkynningin er mest uppörvandi merki hingað til um að fimm manna áhöfnin gæti enn verið á lífi.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að kanadísk flugvél hefði numið hljóð á svæðinu á 30 mínútna fresti.

Landhelgisgæsla og sjóher Bandaríkjanna og Kanada leita kafbátarins í kappi við tímann áður en súrefnisbirgðir áhafnarinnar klárast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert