Þetta er fólkið um borð í kafbátnum

Breski milljarðamæringurinn Hamish Harding, pakistanski viðskiptajöfurinn Shahzada Dawood og sonur hanns Suleman, franski kafbátastjórinn Paul-Henri Nargeolet og Sockton Rushton, forstjóri Ocean Gate Expeditions eru manneskjurnar sem erum borð í kafbátnum sem nú er leitað að í Atlantshafi. 

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að kafbátnum síðan á mánudag en hann var á leið í skoðunarferð niður að flaki Titanic. Flak Tit­anic er á 3.800 metra dýpi í Atlants­hafi og um 600 kíló­metra frá strönd Kan­ada.

Tíminn er á þrotum og er talið að kafbáturinn hafi aðeins súrefnisbirgðir til fimmtudagsmorgun. 

Harding er 58 ára og er stjórnarformaður í fyrirtækinu Action Aviation. Harding hefur sett nokkur heimsmet á ævi sinni sem skráð hafa verið í heimsmetabók Guinness. Þar á meðal á hann met fyrir að eyða mestum tíma í köfun á dýpsta hluta hafsins í einni atrennu. Á sunnudag greindi hann frá á samfélagsmiðlum því að hann hefði loksins fengið pláss um borð í kafbátnum sem fer niður að Titanic.

Nargeloet er franskur sjávarlíffræðingur sem farið hefur alls 35 sinnum niður að Titanic. Hann stýrir rannsókn fyrir RMS Titanic, Inc. sem er fyrirtækið sem á réttinn að siglingum niður að hinu sögufræga skipsflaki. 

Dawood-feðgarnir eru frá Pakistan en með breskan ríkisborgararétt. Dawood-fjölskyldan er ein ríkasta fjölskylda Pakistans en Shahzada er stjórnarmaður í fyrirtækinu Engro Corporation. Hann er 48 ára en Suleman 19 ára. 

Rush er stofnandi OceanGate og sigldi kafbátnum úr höfn. Hann er afkomandi tveggja manna sem undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á sínum tíma, Benjamin RUsh og Richard Stockton. 

Hann útskrifaðist frá Princeton árið 1984. Árið 2009 stofnaði hann OceanGate.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert