Segir málið gegn sér veikt

Kevin Spacey í Lundúnum í gær.
Kevin Spacey í Lundúnum í gær. AFP/Henry Nicholls

Banda­ríski leik­ar­inn Kevin Spacey seg­ir máls­höfðun­ina gegn sér vera veika. Spacey bar vitni í Lund­ún­um í gær og í dag en hann er sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn fjór­um karl­mönn­um.

Sak­sókn­ar­inn í mál­inu seg­ir Spacey vera ágangs­h­arðan kyn­ferðis­lega og að hann eigi auðvelt með að láta öðrum líða illa. Hann hafi meðal ann­ars gripið í klof annarra karl­manna.

Mik­ill daðrari

Spacey sagði í gær að hann væri mik­ill daðrari en neitaði að hafa farið yfir mörk annarra. 

Í dag var hann spurður út í vitn­is­b­urð eins þeirra sem sakað hef­ur Spacey um að hafa byrlað hon­um lyf og mis­notað hann kyn­ferðis­lega á meðan hann var sof­andi. 

Spacey sagðist ekki hafa upp­lifað það svo, öll þeirra kyn­ferðis­legu sam­skipti hafi verið með samþykki beggja aðila. Þá sagði lögmaður sak­sókn­ara Christ­ine Agnew að þetta væri máls­höfðunin. Svaraði þá Spacey að þetta væri veik máls­höfðun. 

Mis­skilið merki eins

Hinn marg­verðlaunaði leik­ari sagði í raun að kyn­ferðis­leg sam­skipti hans verið með samþykki beggja aðila í til­vik­um tveggja þeirra sem sakað hafa hann um kyn­ferðis­brot. Hann hafi hins veg­ar senni­lega mis­skilið merki eins þeirra. 

Spacey er ákærður í tólf liðum fyr­ir að hafa brotið gegn fjór­um mönn­um á ár­un­um 2001 til 2013. Hann hef­ur lýst sig sak­laus­an af öll­um ákær­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert