Alabama hefur aftur gjöf banvænna sprauta

Notkun sprautnanna var hætt tímabundið á síðasta ári.
Notkun sprautnanna var hætt tímabundið á síðasta ári. AFP/Patrick T. Fallon

Ala­bama-ríki í Banda­ríkj­un­um mun nú aft­ur hefja notk­un á ban­væn­um spraut­um til þess að fram­fylgja dauðarefs­ing­um eft­ir að sú aðferð var stöðvuð í fyrra vegna vand­kvæða við fram­kvæmd.

Rík­is­stjóri Ala­bama stöðvaði notk­un­ina vegna vanda­mála sem snéru til dæm­is að því að illa gekk að setja upp æðal­eggi fyr­ir af­tök­una.

Fram kem­ur í um­fjöll­un AFP að í einu til­felli hafi tekið þrjá tíma að setja upp æðal­egg og í tveim­ur voru af­tök­urn­ar stöðvaðar vegna svipaðra vand­ræða.  

Þrett­án hafa verið tekn­ir af lífi

Greint er frá því að fyrsta af­tak­an skuli fara fram inn­an tólf klukku­stunda glugga, frá fimmtu­degi til föstu­dags í þess­ari viku. Þá hafi lög­menn fang­ans sem um ræðir áfrýjað ákvörðun­inni á grund­velli fyrri vand­ræða með af­tök­ur af þessu tagi.

Þrett­án fang­ar hafa verið tekn­ir af lífi það sem af er ári í Banda­ríkj­un­um en ekki eru regl­urn­ar um þær eins í öll­um ríkj­um. Fyrr á þessu ári var frum­varp samþykkt í Ida­ho-ríki sem leyf­ir að fang­ar séu tekn­ir af lífi af af­töku­sveit sé gjöf ban­vænn­ar sprautu ekki mögu­leg. Lög­in tóku gildi þann 1. júlí síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert