Kallaði getnaðarlim sinn Rex

Rader (vinstrameginn á mynd) telur ýmis líkindi vera á milli …
Rader (vinstrameginn á mynd) telur ýmis líkindi vera á milli sín Heu­er­mann (hægrameginn). Samsett mynd

Denn­is Rader, sem geng­ur und­ir viður­nefn­inu BTK-fjölda­morðing­inn, kallaði getnaðarlim sinn Rex. Gleymdi hann þess­ari staðreynd í bréfu sínu til frétta­stofu Fox þar sem hann bend­ir á lík­indi milli sín og Rex Heu­er­manns sem var hand­tek­inn í síðustu viku og er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um.

Rader var dæmd­ur í ævi­langt fang­elsi árið 2005 fyr­ir tíu morð sem hann framdi á ár­un­um 1974 til 1991. Eins og seg­ir var viður­nefni hans BTK, en það stend­ur fyr­ir „Bind, tort­ure, kill“ eða „binda, pynta, drepa“.

Bað lög­reglu að kalla sig Rex

Í viðtali við NewsNati­on minn­ist Kat­her­ine Rams­land, pró­fess­or í rétt­ar­sál­fræði, þess að Rader hafi á sín­um tíma beðið lög­reglu að kalla sig Rex sem væri nafnið á typpi hans. Rader hef­ur sagt að hann hafi myrt til að full­nægja kyn­ferðis­leg­um hvöt­um sín­um.

Spurð hvort hún telji Rader hafa verið fyr­ir­mynd Heu­er­mann seg­ist Rams­land ekki telja svo vera. Hún bend­ir á að Rader hafi farið heim til venju­legs fólk til að myrða það.

Hann hafi ekki sér­stak­lega leitað að vænd­is­kon­um, líkt og Heu­er­mann virðist hafa gert. Seg­ir hún Rader held­ur ekki hafa sýnt fórn­ar­lömb­um sín­um sömu fyr­ir­litn­ingu og Heu­er­mann.

Rams­land tel­ur þó Rader vilja trúa því að hann hafi verið fyr­ir­mynd Heu­er­mann.

At­vik sem leiddu til hand­töku ekki sam­bæri­leg

Í bréfi sínu til Fox bend­ir Rader á að erfðaefni og raf­tæki hafi leitt til hand­töku hans og Heu­er­mann. 

Rams­land seg­ir ekki rétt að benda á það sem lík­indi milli þeirra, enda hafi Rader gefið lög­reglu tölvudisk­inn sem leiddi til hand­töku hans.

Heu­er­mann var hand­tek­inn eft­ir að erfðaefni úr hon­um á pítsu­kassa kom heim og sam­an við erfðaefni sem fannst á hári eins fórn­ar­lambanna. Eins hafði Chevr­olet Aval­anche-pall­bif­reið verið í eigu grunaða þegar kon­urn­ar voru myrt­ar og sá vitni slíka bif­reið aka af vett­vangi eins lík­fund­arstaðanna á sín­um tíma.

Þá sýndu gögn tengd sjö óskráðum farsím­um, sem Heu­er­mann er tal­inn hafa notað til að hringja í fórn­ar­lömb sín, staðsetn­ing­ar sem ýta und­ir grun rann­sak­enda en hann losaði sig við sím­ana eft­ir að kon­urn­ar voru myrt­ar.

Viðtalið við Rams­land má hlusta á hér fyr­ir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert