Ása að ganga í gegnum „einstaklega erfitt tímabil“

Rex Heuermann hefur neitað sök.
Rex Heuermann hefur neitað sök. Samsett mynd

Jó­hanna Krist­ín Ell­erup, syst­ir Ásu Guðbjarg­ar Ell­erup, og mág­kona Rex Heu­er­mann, seg­ist vera „agndofa“ eft­ir að Heu­er­mann var hand­tek­inn grunaður um að hafa banað þrem­ur kon­um fyr­ir meira en ára­tug. 

Í skrif­legu svari til NBC News sagði Jó­hanna að hálfyst­ir henn­ar, Ása, væri að ganga í gegn­um „ein­stak­lega erfitt tíma­bil“. 

Heu­er­mann er 59 ára gam­all og hef­ur verið ákærður fyr­ir morðin á hinni 24 ára gömlu Mel­issu Bart­helemy, hinni 22 ára gömlu Meg­an Waterm­an, og hinni 27 ára gömlu Am­ber Lynn Costello. Lík kvenn­anna þriggja fund­ust árið 2010 á Gil­go-strönd á Long Is­land. 

Lík kvennanna þriggja fundust árið 2010 á Gilgo-strönd á Long …
Lík kvenn­anna þriggja fund­ust árið 2010 á Gil­go-strönd á Long Is­land. AFP/​Spencer Platt/​Getty Ima­ges

Ása og Heu­er­mann bjuggu í út­hverfi í Massapequa ásamt tveim­ur upp­komn­um börn­um. 

„Ég flakka á milli þess að vilja sár­lega að líf frænku minn­ar og frænda míns fær­ist í fyrra horf, ósnortið, án þess að eiga föður sem er sakaður um að vera raðmorðingi, í að vera ánægð og ör­ugg með að vita að ein­hver er í gæslu­v­arðhaldi,“ sagði í svari Jó­hönnu.

„Sjálfs­mynd­in mín á í mikl­um erfiðleik­um með að vinna úr þeirri hug­mynd að ég hafi horft í aug­un á Rex og ekki getað greint neina morð hvata.“

Jó­hanna neitaði að tjá sig frek­ar vegna fjöl­skyldu sinn­ar og sagðist ekki vita meira um málið. 

Sér­stak­lega tekið á eldra fólkið

Ása sótti um skilnað stuttu eft­ir að eig­inmaður henn­ar var hand­tek­inn. 

Robert Macedonio, lögmaður Ásu, sagði í yf­ir­lýs­ingu til NBC News að Ása og fjöl­skylda henn­ar væru að ganga í gegn­um gríðarlega erfitt tíma­bil. 

„Viðkvæmt eðli hand­töku eig­in­manns henn­ar tek­ur mikið á fjöl­skyld­una til­finn­inga­lega, sér­stak­lega eldri ein­stak­linga fjöl­skyld­unn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert