Dauðarefsingu hnekkt vegna geðræns vanda

Maðurinn banaði lögreglumanni í mótmælum vegna klerkastjórnarinnar.
Maðurinn banaði lögreglumanni í mótmælum vegna klerkastjórnarinnar. AFP

Hæstirétt­ur í Íran hef­ur hnekkt dómi lægra setts dóms­máls í máli 23 ára karl­manns. Hann hlaut dauðarefs­ingu fyr­ir að hafa orðið lög­reglu­manni að bana í mót­mæl­um sem spruttu upp vegna morðs á Mös­hu Am­ini.

Var kom­ist að þeirri niður­stöðu að máli hans yrði beint í viðeig­andi far­veg þar sem hann glími við geðhvörf. 

Dæmd­ur fyr­ir spill­ingu á Jörðu

23 ára karl­maður­inn, Mohammad Ghoba­dlou, var dæmd­ur til dauða í októ­ber fyr­ir að hafa ráðist á lög­reglu­menn og orðið ein­um þeirra að bana.

Masha Am­ini var myrt af lög­reglu í Íran þar sem hún klædd­ist ekki höfuðslæðu, sem hratt af stað mó­mæla­bylgju gegn klerka­stjórn­inni þar í landi. Mót­mæl­in hafa gengið niður á und­an­förn­um miss­er­um. 

Írönsk stjórn­völd hafa dæmt fjölda fólks til dauða í kjöl­far mót­mæl­anna og hafa sjö dauðarefs­ing­ar þegar verið fram­kvæmd­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert