Óupplýst mál í Atlantic City nú til skoðunar

Lögreglan hefur rannsakað heimili Heuermann í þonokkra daga.
Lögreglan hefur rannsakað heimili Heuermann í þonokkra daga. AFP/Michael M. Santiago

Rann­sókn lög­reglu á heim­ili og lóð Rex Heu­er­mann og fjöl­skyldu hans lauk í gær. Greint er frá því að lög­regl­an hafi fundið mikið magn sönn­un­ar­gagna sem nú þurfi að skoða og skrá. Þá sé verið að skoða hvort Heu­er­mann gæti tengst óupp­lýst­um mál­um í Atlantic City í New Jers­ey-ríki.

Fox grein­ir frá því að í kjöl­far hand­töku Heu­er­mann hafi verið ákveðið að skoða óupp­lýst mál fjög­urra kvenna sem fund­ust látn­ar í skurði í Atlantic City árið 2006 á ný. Talið er að kon­urn­ar fjór­ar hafi starfað sem vænd­is­kon­ur líkt og talið er um kon­urn­ar fjór­ar sem fund­ust við Gil­go-strönd.

Heu­er­mann hef­ur verið ákærður fyr­ir morðið á þrem­ur kon­um og ligg­ur und­ir grun fyr­ir eitt til viðbót­ar. Lík kvenn­anna fund­ust við Gil­go-strönd fyr­ir meira en tíu árum og hef­ur málið verið óupp­lýst síðan.

Ekki hægt að segja til um morð á heim­il­inu

Hann er ákærður fyr­ir morðið á Mel­issu Bart­helemy sem hvarf árið 2009 sem og Meg­an Waterm­an og Am­ber Costello sem hurfu árið 2010. Þá er hann grunaður um morðið á Maureen Brain­ard-Barnes sem hvarf 2007. All­ar voru þær á þrítugs­aldri.

Greint hef­ur verið frá því að Heu­er­mann hafi átt land í Suður-Karólínu-ríki og eign­ir í Las Vegas. Sam­kvæmt Fox virðist Heu­er­mann hafa tengsl við borg­ina en ein­hverj­ir versl­un­ar­starfs­menn hafi séð hann á svæðinu.

Hvað varðar málið við Gil­go-strönd grein­ir NBC news frá því að lög­regl­an hafi lokið rann­sókn sinni á heim­ili Heu­er­mann í gær og fundið mikið magn sönn­un­ar­gagna sem þurfi nú að skoða og flokka. Ekki séu næg sönn­un­ar­gögn fyr­ir hendi til þess að segja til um hvort að ein­hver hefði verið myrt­ur á heim­il­inu.

Á meðan á rann­sókn á heim­il­inu stóð gróf lög­regl­an meðal ann­ars upp bak­g­arð heim­il­is­ins í leit að sönn­un­ar­gögn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert