Dóttir raðmorðingja safnar fyrir skilnaði Ásu

Rannsókn við heimili Ásu.
Rannsókn við heimili Ásu. AFP

Dótt­ir raðmorðingj­ans Keith Hun­ter Jes­per­son, Mell­issa Moore, hef­ur sett af stað söfn­un til að safna fyr­ir skilnaði Ásu Guðbjörgu Ell­erup við eig­in­mann sinn Rex Heurem­ans sem er grunaður um morð á fjór­um kon­um. 

Moore hóf söfn­un­ina fyr­ir þrem­ur dög­um síðan á vefsíðunni gofundme og hafa nú þegar 162 manns styrkt Ásu til skilnaðar. Sam­tals hafa 4.912 banda­ríkja­dal­ir safn­ast, en það nem­ur um 650 þúsund ís­lensk­um krón­um. Meðal styrkt­araðila er að minnsta kosti einn Íslend­ing­ur.

Dótt­ir broskalla morðingj­ans

Moore seg­ir í söfn­un­inni að hún hafi ekki viljað hefja söfn­un­ina áður en að hún fékk samþykki frá Ásu. Ása lýsti því yfir á ver­önd­inni fyr­ir fram­an heim­ilið sitt fyr­ir þrem­ur dög­um síðan að söfn­un gæti komið sér vel.

Moore seg­ist vilja hjálpa Ásu þar sem hún þekk­ir það sem hún er að ganga í gegn­um núna. Moore er dótt­ir kanadísks-banda­rísks raðmorðingja sem var þekkt­ur sem „broskalla morðing­inn“ (Happy Face killer) sem var hand­tek­inn árið 1995. Jes­per­son var sak­felld­ur fyr­ir að hafa orðið átta kon­um að bana í Banda­ríkj­un­um á tí­unda ára­tugn­um.

„Móðir mín og fjöl­skylda voru og eru fórn­ar­lömb. Við viss­um ekki af tvö­földu lífi hans. Í dag hef ég tæki­færi til að nota rödd mína til að hjálpa Ásu, sem get­ur ekki tjáð sig um hryll­ing­inn sem hún og fjöl­skylda henn­ar eru að ganga í gegn­um núna,“ seg­ir í söfn­un­inni. 

Upp­fært: Í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar stóð að Heu­er­mann væri grunaður um morð á ell­efu manns. Sam­kvæmt New York Times hafa ell­efu lík fund­ist á svæðinu við Gil­go-stönd á ár­un­um 2010 til 2011. Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um og er grunaður um eitt til viðbót­ar. 

Rex Heuermann, eiginmaður Ásu, hefur neitað sök.
Rex Heu­er­mann, eig­inmaður Ásu, hef­ur neitað sök. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert