Gráta sig í svefn

Lögreglan meðal annars gróf upp garð fjölskyldunnar.
Lögreglan meðal annars gróf upp garð fjölskyldunnar. AFP/Yuki Iwamura

Ása Guðbjörg Ell­erup, eig­in­kona Rex Heu­er­mann sem ákærður er fyr­ir morð á þrem­ur kon­um, hef­ur tjáð sig í fyrsta sinn síðan eig­inmaður henn­ar var hand­tek­inn þann 13. júlí.

Í sam­tali við New York Post seg­ir Ása upp­kom­in börn sín tvö, 26 og 33 ára, gráta sig í svefn, eft­ir at­b­urði síðustu vikna. Þá sé hús fjöl­skyld­unn­ar í Massapequa Park á Long Is­land í rúst eft­ir að leit lög­reglu lauk.

Dótt­ir Ásu, Victoria Heu­er­mann, lýs­ir meðferðinni sem fjöl­skyld­an hafi þurft að þola sem ómann­eskju­legri.

Hafi ekki leng­ur rúm til að sofa í

Þá kem­ur fram að lög­regl­an hafi eyðilagt hús­gögn og verðmæta muni í leit sinni. Katta­köss­um hafi verið hent á víð og dreif, gít­ar brot­inn og sófi tætt­ur. Þá hafi hún ekki rúm til að sofa í leng­ur.

„Við náðum í ann­an stól úr kjall­ar­an­um svo ég og son­ur minn gæt­um setið og talað sam­an. Hann er svo eyðilagður og skil­ur ekki, og sem móðir, þá hef ég eng­in svör fyr­ir hann,“ er haft eft­ir Ásu. Greint er frá því að son­ur henn­ar sé með þroska­kerðingu og reyn­ist aðstæðurn­ar hon­um erfiðar.

Heu­er­mann hef­ur verið ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um sem fund­ust látn­ar við Gil­go-strönd á Long Is­land árið 2010. Hann er einnig grunaður um eitt til viðbót­ar.

Greint hef­ur verið frá því að Ása hafi sótt um skilnað frá Heu­er­mann í kjöl­far hand­tök­unn­ar. Þá hafi Heu­er­mann aðeins fengið heim­sókn­ir frá lög­manni sín­um.

Upp­fært: Í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar stóð að Heu­er­mann væri grunaður um morð á ell­efu manns. Sam­kvæmt New York Times hafa ell­efu lík fund­ist á svæðinu við Gil­go-stönd á ár­un­um 2010 til 2011. Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um og er grunaður um eitt til viðbót­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert