Skoða tengingar við annað óupplýst mál

Rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas skoðar nú hvort líkindi séu …
Rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas skoðar nú hvort líkindi séu á DNA Heuermanns og sönnunargögnum sem tengjast andláti hinnar 17-ára gömlu Victoriu Camara. Samsett mynd

Lög­regl­an í Las Vegas í Nevada-ríki Banda­ríkj­anna skoðar nú hvort Rex Heu­er­mann, raðmorðing­inn grunaði, teng­ist óupp­lýstu máli sem varðar and­lát ungr­ar móður frá ár­inu 2006. Lög­regl­an seg­ir morðin vera óhugn­an­lega lík.

Heu­er­mann hef­ur verið ákærður fyr­ir morð þriggja kvenna og grunaður um morð á einni til viðbót­ar. All­ar fjór­ar fund­ust látn­ar við Gil­go-strönd í Long Is­land.

Hins veg­ar er þetta ekki fyrsta skiptið sem óupp­lýst mál er aft­ur tekið til skoðunar vegna ákær­anna á hend­ur Heu­er­manns. Í júlí var greint frá því að lög­regl­an í Atlantic City í New Jers­ey-ríki væri að skoða hvort Heu­er­mann gæti tengst óupp­lýst­um mál­um þar er snerta morð annarra fjög­urra kvenna.

17 ára stúlka

Rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar í Las Vegas skoðar nú hvort lík­indi séu á DNA Heu­er­manns og sönn­un­ar­gögn­um sem tengj­ast and­láti hinn­ar 17-ára gömlu Victoriu Cam­ara, sam­kvæmt fjöl­miðlin­um News12

Miðill­inn seg­ir einnig að bú­ast megi við niður­stöðum eft­ir sex til átta vik­ur.

Lík Cam­ara fannst af flutn­inga­bíl­stjóra þann 11. ág­úst 2003, ná­lægt Boulder City, rúm­lega 40 kíló­metr­um frá Las Vegas. Lög­regl­an tel­ur að hún hafi með öll­um lík­ind­um verið myrt í Las Vegas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert