Sagðist ætla að gera „tíkurnar að þrælum“

Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu …
Andrew og Tristan Tate segja engan fót fyrir ásökunum lögreglu í Rúmeníu. AFP/Daniel Mihailescu

Ítar­leg sta­f­ræn sönn­un­ar­gögn í máli bræðranna Andrew og Trist­an Tate leiða lík­um að því að bræðurn­ir, ásamt tveim­ur kon­um, hafi starf­rækt man­sals­hring þar sem kon­ur voru neydd­ar til að fram­leiða klám.

Um er að ræða bæði mynd­bönd og hljóðupp­tök­ur sem sak­sókn­ari í Rúm­en­íu hef­ur aflað. 

BBC hef­ur séð hluta sönn­un­ar­gagn­anna.

Tate-bræðurn­ir eru ákærðir fyr­ir man­sal í Rúm­en­íu og fyr­ir að hafa stofnað man­sals­hring með tveim­ur kon­um. 

Í af­riti af einni hljóðupp­tök­unni virðist sem svo að Trist­an hafi sagt að hann myndi „gera tík­urn­ar að þræl­um“. 

Þá sak­ar eitt vitni menn­ina um að hafa beitt sig svo harka­legu of­beldi að hún slasaðist á auga og brjóst­um. 

Bræðurn­ir hafa neitað öll­um ásök­un­um.

Í sum­um til­vik­um sönn­un­ar­gagn­anna voru þau upp­haf­lega á ensku og síðar þýdd á rúm­ensku. BBC þýddi svo hluta þeirra aft­ur yfir á ensku, en rík­is­út­varpið seg­ist ekki geta tryggt að skila­boðin, sem ákærðu sendu sín á milli, séu ná­kvæm­lega þau sömu og þau voru upp­runa­lega.

Seldu klám á Porn­Hub og On­lyF­ans

Sak­sókn­ari leiðir lík­um að því í gögn­un­um að Tate-bræðurn­ir hafi hagn­ast fjár­hags­lega á man­sali í gegn­um On­lyF­ans-reikn­ing sem skráður var á Georg­inu Nag­hel, sem er önn­ur kvenn­anna sem ákærð er í mál­inu.

Hún hafi greitt kon­un­um upp­hæð í hverj­um mánuði fyr­ir fram­leiðslu klám­mynd­banda, en ekki upp­lýst þær um hver heild­ar­tekj­ur rás­ar­inn­ar hafi verið. Þannig hafi þær orðið af mikl­um tekj­um.

Vitni í mál­inu segja Tate-bræðurn­ar hafa hótað sér og beitt of­beldi svo þær myndu fram­leiða klám fyr­ir rás­ina. Í gögn­um máls­ins er af­rit af því þegar Trist­an Tate virðist segja að hann vilji ekki að kon­urn­ar hefðu sjálf­ar aðgang að reikn­in­um á klámsíðum á borð við Porn­Hub og On­lyF­ans. 

„Ég vil ekki að þær hafi lyk­il­orðin, ég vil ekki að þær hafi neitt,“ seg­ir að Trist­an Tate hafi sagt í talskila­boðum. „Aðallega ætla ég að gera þess­ar tík­ur að þræl­um. [...] Ég ætla að láta þær vinna meira og meira og meira. Ég læt þess­ar tík­ur vinna eins og þræla. Þræla­vinnu. Tíu til tólf klukku­stund­ir á dag,“ er hann sagður hafa sagt í talskila­boðum. 

Hafi leitt kon­urn­ar í gildru

Fyrr í sum­ar gaf sak­sókn­ari í Rúm­en­íu það upp að hann telji menn­ina hafa af­vega­leitt kon­ur með því að sýna þeim róm­an­tísk­an áhuga. Þannig hafi þeir leitt þær í gildru á heim­ili sínu og neytt þær svo í að fram­leiða klám með hót­un­um og of­beldi.

Bræðurn­ir voru hand­tekn­ir í Rúm­en­íu þann 30. des­em­ber. Var þeim sleppt úr stofu­haldi í upp­hafi ág­úst­mánaðar en þeir mega þó aðeins ferðast um borg­ina Búkarest og í kring­um heim­ili sitt sem er skammt frá borg­inni.

Andrew Tate er vel þekkt­ur á sam­fé­lags­miðlum og hef­ur verið bannaður á þeim mörg­um en hann hef­ur gjarn­an deilt skoðunum þykja sem ein­kenn­ast af kven­h­atri og eitraðri karl­mennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert