Ásakanir á hendur Brand veki upp spurningar

Fjórar konur saka Brand um kynferðisbrot.
Fjórar konur saka Brand um kynferðisbrot. AFP

Ásak­an­ir á hend­ur grín­ist­ans og leik­ar­ans Rus­sel Brand vekja upp áleitn­ar spurn­ing­ar um skemmti­brans­ann og mörg­um þeirra hef­ur ekki verið svarað að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, James Clever­ly.

Brand er sakaður um að hafa beitt kyn­ferðis­legu og and­legu of­beldi um sjö ára tíma­bil þegar hann var á há­tindi fer­ils síns.

Fjór­ar kon­ur hafa stigið fram að því er bresk­ir miðlar greindu frá í gær. Ein þeirra var sex­tán ára þegar meint brot áttu sér stað en Brand á fer­tugs­aldri.

Valda­ó­jafn­vægi sé vanda­mál

Clever­ly tel­ur að fólk í valda­stöðum þurfi að hlusta bet­ur á radd­ir þeirra valda­litlu. Sagði hann í sam­tali við BBC í dag:

„Við stönd­um frammi fyr­ir krefj­andi áskor­un­um þegar um er að ræða ein­stak­linga sem hafa mis­mikið vald, hvort sem það er í skemmti­brans­an­um, póli­tík eða jafn­vel viðskipta­heim­in­um.

Við þurf­um að hlusta vand­lega á þá valda­litlu vegna þess að okk­ur hef­ur mistek­ist það oft. Þá miss­um við af tæki­fær­um til þess að grípa inn í snemma. Við þurf­um að bæta okk­ur í þessu.“

Leitaði á bráðamót­töku eft­ir nauðgun 

Fyrsta kon­an sem sak­ar Brand um kyn­ferðis­brot seg­ir Brand hafa nauðgað sér upp við vegg á heim­ili sínu í Los Ang­eles. Hún hafi leitað á bráðadeild sama dag og til séu skjöl því til staðfest­ing­ar.

Önnur kona sak­ar Brand um að hafa áreitt sig þegar hann var á fer­tugs­aldri en hún sex­tán ára og enn í grunn­skóla. Hann hafi kallað hana „barnið“ í sam­bandi þeirra sem hafi verið eitrað of­beld­is­sam­band.

Þriðja kon­an sak­ar Brand um að hafa áreitt sig þegar hún var sam­starfs­kona hans í Los Ang­eles og að hann hafi hótað að fara í mál við hana ef hún segði ein­hverj­um frá.

Fjórða kon­an sak­ar Brand um að hafa beitt sig lík­am­legu, kyn­ferðis­legu og and­legu of­beldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert