Kanna ásakanir á hendur Russell Brand

Russell Brand.
Russell Brand. AFP

Breska rík­is­út­varpið, BBC, og Chann­el 4 hafa ákveðið að rann­saka ásak­an­ir um að grín­ist­inn og leik­ar­inn Rus­sell Brand hafi beitt fjór­ar kon­ur kyn­ferðisof­beldi.

Brand hef­ur verið sakaður um nauðgun og kyn­ferðis­brot á ár­un­um 2006 til 2013. Greint var frá meint­um brot­um í Sunday Times og Chann­el 4 um helg­ina. Brand neit­ar öll­um ásök­un­um.

Brand starfaði sem út­varps­maður hjá BBC á ár­un­um 2006 til 2008. For­ráðamenn BBC segja að brýnt sé að hefja rann­sókn og Chann­el 4, sem Brand starfaði einnig hjá, hef­ur til­kynnt að hefja eigi innri rann­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert