Brosti áður en hann gekk út úr réttarsalnum

Heuermann, sem hefur lýst sig saklausan af ákærunum, sagði dómara …
Heuermann, sem hefur lýst sig saklausan af ákærunum, sagði dómara aðspurður að hann hafi sjálfur skoðað gögn málsins gegn sér í tvo til þrjá tíma að meðaltali á degi hverjum. Það var það eina sem hann sagði í réttarhöldunum. AFP

Arki­tekt­inn og grunaði raðmorðing­inn, Rex Heu­er­mann, var leidd­ur fyr­ir dóm­ara í gær.

Áður en hann gekk út snéri hann sér við og leit yfir rétt­ar­sal­inn. Það virt­ist glitta í lítið bros er hann gekk út úr saln­um.

Hinn 59 ára gamli Heu­er­mann, sem gift­ur var hinni ís­lensku Ásu Ell­erup í 27 ár, er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um í svo kölluðu „Gil­go Beach“-máli og er grunaður um morð á einni konu til viðbót­ar. Þá rann­saka yf­ir­völd hvort Heu­er­mann sé tengd­ur óleyst­um morðmál­um í Nevada, New Jers­ey og Suður-Karólínu.

Skoðað gögn máls­ins í tvo til þrjá tíma á dag

Heu­er­mann stóð upp­rétt­ur í rétt­ar­höld­un­um klædd­ur í kakí-bux­ur og jakkafatajakka. Hann var hand­járnaður fyr­ir aft­an við bak. Heu­er­mann, sem hef­ur lýst sig sak­laus­an af ákær­un­um, sagði dóm­ara aðspurður að hann hafi sjálf­ur skoðað gögn máls­ins gegn sér í tvo til þrjá tíma að meðaltali á degi hverj­um. Það var það eina sem hann sagði í rétt­ar­höld­un­um.

Sak­sókn­ari seg­ist hafa látið lög­mannateymi Heu­er­mann í té yfir tíu tera­bæti af upp­lýs­ing­um til yf­ir­ferðar í ág­úst, þar á meðal stefn­ur og dóms­skjöl sem telja um 8 þúsund blaðsíður. Við bætt­ust um 5 þúsund blaðsíður í gær, minn­is­bæk­ur lög­reglu og upp­tök­ur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um.

Gögn munu halda áfram að hrann­ast upp fram að næstu rétt­ar­höld­um, 15. nóv­em­ber, er haft eft­ir sak­sókn­ara Su­ffolk-sýslu.

CNN
ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert