Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels

Narges Mohammadi.
Narges Mohammadi. AFP

Nar­ges Mohamma­di, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna í Íran, hef­ur hlotið friðar­verðlaun Nó­bels.

Nó­bels­nefnd­in sagði hana hafa hlotið verðlaun­in fyr­ir bar­áttu henn­ar gegn kúg­un kvenna í Íran og bar­áttu henn­ar fyr­ir mann­rétt­ind­um og frelsi fyr­ir alla, að sögn BBC.

Nó­bels­nefnd­in sagði jafn­framt að hetju­legri bar­áttu Mohamma­di hefði fylgt mik­ill per­sónu­leg­ur fórn­ar­kostnaður.

Narges Mohammadi á heimili sínu í Tehran árið 2001.
Nar­ges Mohamma­di á heim­ili sínu í Tehran árið 2001. AFP/​Behrouz Mehri

„Í heild­ina hef­ur klerka­veldið hand­tekið hana 13 sinn­um, fundið hana seka fimm sinn­um og dæmt hana í sam­tals 31 árs fang­elsi og til 154 svipu­högga,” sagði Ber­it Reiss-And­er­sen, yf­ir­maður nefnd­ar­inn­ar.

Hún bætti við að Mohamma­di væri enn í fang­elsi.

Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í Ósló, höfuðborg Nor­egs, 10. des­em­ber. Nó­bels­nefnd­in hef­ur hvatt ír­önsk stjórn­völd til að sleppa Mohamma­di úr haldi og von­ast nefnd­in til að hún geti í fram­hald­inu tekið á móti verðlaun­un­um.

Berit Reiss-Andersen er hún tilkynnti um hver hefði hlotið friðarverðlaun …
Ber­it Reiss-And­er­sen er hún til­kynnti um hver hefði hlotið friðar­verðlaun Nó­bels. AFP/​Terje Peder­sen

Mohamma­di er vara­for­seti Miðstöðvar mann­rétt­inda sem ír­anski mann­rétt­inda­lögmaður­inn Shir­in Eba­di, sem sjálf hlaut friðar­verðlaun Nó­bels árið 2003, stofnaði.

Rúmt ár síðan mót­mæli hóf­ust 

Ákvörðun Nó­bels­nefnd­ar­inn­ar um að veita Mohamma­di verðlaun­in er tek­in rúmu ári eft­ir mik­il mót­mæli í Íran þar sem kon­ur voru í far­ar­broddi.

Þau hóf­ust í sept­em­ber í fyrra eft­ir að Mahsa Am­ini, 22 ára, lést í haldi ír­önsku lög­regl­unn­ar.

Mót­mæl­in stóðu yfir víðsveg­ar um landið þar sem kraf­ist var auk­ins frels­ins. Íransk­ar kon­ur kveiktu í slæðum sín­um og hrópuðu „kon­ur, líf, frelsi”.

Írönsk stjórn­völd hafa á grimmi­leg­an hátt kæft niður mót­mæl­in, sem eru að mestu leyti hætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert