„Sögulegt og magnað augnablik“

Narges Mohammadi.
Narges Mohammadi. AFP

Friðar­verðlaun Nó­bels sem bar­áttu­kon­an Nar­ges Mohamma­di hlaut í morg­un eru „sögu­legt og magnað augna­blik þegar kem­ur að bar­átt­unni fyr­ir frelsi í Íran”, sagði fjöl­skylda henn­ar, sem sagði það jafn­framt leitt að Mohamma­di gæti ekki tekið þátt í þess­ari „ótrú­legu stund”.

Fjöl­skyld­an sagði á In­sta­gram-síðu Mohamma­di að verðlaun­in væru til­einkuð öll­um Írön­um, „sér­stak­lega hug­rökku kon­un­um og stúlk­un­um frá Íran sem hafa heillað heim­inn með hug­rekki sínu í bar­átt­unni fyr­ir frelsi og jafn­rétti”.

„Þessi mikli heiður ber vott um þrot­lausa og friðsam­lega bar­áttu Nar­ges Mohamma­di fyr­ir breyt­ing­um og frelsi í Íran,” sagði fjöl­skyld­an jafn­framt.

Narges Mohammadi árið 2007.
Nar­ges Mohamma­di árið 2007. AFP/​Behrouz Mehri

Hug­rekki ír­anskra kvenna

Mohamma­di, sem sit­ur í Evin-fang­els­inu í höfuðborg­inni Teher­an, hef­ur bar­ist lengi gegn dauðarefs­ing­um og skyld­unni til að klæðast höfuðslæðum í Íran. Síðustu tvo ára­tug­ina hef­ur hún farið í og úr fang­elsi. Síðast var hún fang­elsuð árið 2021.

Sam­einuðu þjóðirn­ar segja að með friðar­verðlaun­um Mohamma­dis sé vak­in at­hygli á hug­rekki ír­anskra kvenna sem eiga á hættu að vera refsað eða að verða fyr­ir áreitni.

Verðlaun­in „varpa ljósi á hug­rekki og ákveðni ír­önsku kvenn­anna og þann inn­blást­ur sem þær hafa veitt heim­in­um”, sagði El­iza­beth Throssel, talskona mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert