ESB verðlaunar Amini ári eftir dauða hennar

00:00
00:00

Evr­ópuþingið hef­ur veitt Mös­hu Am­ini æðstu mann­rétt­inda­verðlaun ESB, Sak­harov-verðlaun­in.

Hin ír­ansk-kúr­díska Am­ini lést í haldi ír­önsku lög­regl­unn­ar fyr­ir ári síðan. Dauði henn­ar varð til þess að hreyf­ing­in „Kona, líf, frelsi” var stofnuð.

„16. sept­em­ber 2022 verður minnst um ókomna tíð og grimmi­lega morðið á hinni 22 ára Jinu Mös­hu Am­ini markaði vendipunkt,” sagði for­seti Evr­ópuþings­ins, Roberta Met­sola.

Stutt er síðan Nar­ges Mohamma­di, bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna í Íran, hlaut friðar­verðlaun Nó­bels.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert