Ása heimsótti Heuermann í fangelsi

Heuermann við réttarhöldin í september.
Heuermann við réttarhöldin í september. AFP

Ása Ell­erup, eig­in­kona Rex Heu­er­mann, mun vera viðstödd rétt­ar­höld­in yfir eig­in­mann­in­um. Lögmaður Ásu seg­ir hana vilja sjá með eig­in aug­um hvort sann­an­ir séu fyr­ir voðaverk­un­um sem hann er sakaður um að hafa framið. Heu­er­mann er ákærður fyr­ir að myrða þrjár kon­ur og er grunaður um að hafa orðið vald­ur að bana fjórðu kon­unn­ar.

Í sam­tali við Daily Mail, seg­ir Robert Macedonia, lög­fræðing­ur Ásu, að hún hygðist hlýða á vitn­is­b­urði og sönn­un­ar­gögn sem komi fyr­ir dómi til að skera úr um sekt eig­in­manns­ins sjálf, frek­ar en að hlusta á fjöl­miðla, hlaðvarpsþætti eða lög­mann fjöl­skyldna fórna­lambanna. 

Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper.
Ása Ell­erup og börn­in henn­ar Victoria og Christoper. Ljós­mynd/​Gofundme

Eyddi um klukku­stund með eig­in­mann­in­um

Sagði Macedonia Ásu hafa heim­sótt eig­in­mann­inn í fang­elsi ný­verið og eytt um klukku­stund með hon­um. Er það í fyrsta sinn sem hún heim­sæk­ir eig­in­mann­inn, en hún sótti um lögskilnað sex dög­um eft­ir hand­töku hans.

Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morðið á Mel­issu Bart­helemy sem hvarf árið 2009 sem og Meg­an Waterm­an og Am­ber Costello sem hurfu árið 2010.

Þá er hann grunaður um morðið á Maureen Brain­ard-Barnes sem hvarf árið 2007. All­ar voru þær á þrítugs­aldri og voru að sögn sak­sókn­ara vænd­is­kon­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert