Forstjóra OpenAI sagt upp

Sam Altman, forstjóra OpenAI, hefur verið sagt upp störfum hjá …
Sam Altman, forstjóra OpenAI, hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, sem hann hjálpaði við að stofna. AFP

Stjórn OpenAI, sem þróar gervi­greind­ar­líkanið Chat­G­PT, hef­ur bolað for­stjór­an­um Sam Altman úr fyr­ir­tæk­inu.

Mira Murati, einn af fram­kvæmda­stjór­um OpenAI, verður for­stjóri til bráðabirgða, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu banda­ríska fyr­ir­tæk­is­ins. New York Times grein­ir frá.

„Brott­för Alt­mans kem­ur í kjöl­far end­ur­mats­ferl­is hjá stjórn­inni, sem komst að þeirri niður­stöðu að hann væri ekki hrein­skil­inn af fullri sam­kvæmni í sam­skipt­um sín­um við stjórn­ina, sem hindraði getu henn­ar til þess að sinna sinni ábyrgð,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu OpenAI.

„Stjórn­in get­ur hef­ur ekki leng­ur trú á hæfni hans til þess að halda áfram að leiða OpenAI.“

Ekki skýrt hvað olli ákvörðun­inni

Þetta er hátt fall fyr­ir hinn 38 ára Altman, sem hef­ur á síðasta ári orðið einn þekkt­asti for­stjóri í tækni­geir­an­um eft­ir að OpenAI kynnti spjall­mennið Chat­G­PT til leiks síðasta haust.

Spjall­mennið hef­ur síðan þá vakið mikla at­hygli.

OpenAI byrjaði sem lítið fyr­ir­tæki til San Francisco en er nú orðið eitt af þekkt­ustu tæknifyr­ir­tækj­um heims. Altman aðstoðaði við að stofna fy­ritækið árið 2015, með fjár­stuðningi frá auðkýf­ingn­um Elon Musk. 

Ekki er ljóst hvað knúði stjórn­ina til þess að sparka Altman út, fyr­ir utan það sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu OpenAI.

Elskaði tím­ann sinn hjá OpenAI

New York Times náði ekki sam­bandi við Altman en á sam­fé­lags­miðil­inn X, áður Twitter, skrifaði for­stjór­inn fyrr­ver­andi: „ég elskaði tím­ann minn hjá openai [svo]. hann var um­mynd­andi fyr­ir mig per­sónu­lega, og von­andi smá fyr­ir heim­inn. allra mest elskaði ég að vinna með svona hæfi­leika­ríku fólki. [Ég] mun hafa meira að segja um það sem kem­ur næst.“

Í gær mætti Altman á viðburð í Oak­land í Kali­forn­íu­ríki Banda­ríkj­anna, þar sem hann ræddi um framtíð list­ar og lista­manna með til­liti til hraðrar þró­un­ar gervi­greind­ar­inn­ar. Þar gaf hann ekk­ert í skyn um að hann væri að hætta hjá OpenAI og sagði ít­rekað að fyr­ir­tækið myndi halda áfram að vinna sam­hliða lista­mönn­um til þess að sjá til þess að þeirra framtíð yrði björt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert