Lífsýni Ásu fannst á fórnarlömbum

Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper.
Ása Ellerup og börnin hennar Victoria og Christoper. Ljósmynd/Gofundme

Líf­sýni úr Ásu Ell­erup, eig­in­konu Rex Heu­er­mann, pass­ar við erfðaefni henn­ar sem fannst á lík­ams­leif­um fórn­ar­lamba eig­in­manns henn­ar. 

Þetta hef­ur ABC-News eft­ir heim­ild­ar­mönn­um inn­an lög­regl­unn­ar.

Sak­sókn­ar­ar höfðu áður talið að Ása hefði ekki komið að morðunum og sagt hana hafa verið ut­an­bæjar þegar morðin voru fram­in.

Rann­sókn­ar­menn tóku DNA–sýnið af Ásu kvöldið sem Heu­er­mann var hand­tek­inn fyr­ir morðin á þrem­ur kon­um. Lík­ams­leif­ar fórn­ar­lambanna fund­ust vafðar í úlpu á mýr­ar­svæði við Gil­go-strönd á Long Is­land.

Heu­er­mann hef­ur jafn­framt lýst sig sak­laus­an af ákær­um um morð af fyrstu og ann­arri gráðu í dauða Mel­issa Bart­helemy, Am­ber Costello og Meg­an Waterm­an. Hann er einnig grunaður um morð á fjórða fórn­ar­lamb­inu á Gil­go–strönd, Maureen Brain­ard Barnes.

Rex Heuermann hefur neitað sök í málinu, en erfðaefni sem …
Rex Heu­er­mann hef­ur neitað sök í mál­inu, en erfðaefni sem fannst á pítsu­boxi við skrif­stofu hans passaði við erfðaefni sem fund­ust á fórn­ar­lömb­un­um og nú hef­ur erfðaefni úr Ásu Ell­erup líka fund­ist á fórn­ar­lömb­un­um að sögn heim­ild­ar­manna lög­gæsl­unn­ar hjá ABC frétta­stof­unni. Sam­sett mynd

Sak­sókn­ara­embættið í Su­ffolk-sýslu hef­ur greint frá því að erfðaefni Heu­er­mann hafi passað við erfðaefni hans sem fannst á pítsu­kassa sem rann­sak­end­ur fundu í rusla­tunnu ná­lægt skrif­stofu hans á Man­hatt­an.

Eins og mbl.is hef­ur greint frá sótti Ása Guðbjörg um skilnað frá Heurer­mann þegar málið komst í há­mæli. Fjöl­skyld­an var illa stödd fjár­hags­lega eft­ir að heim­il­is­faðir­inn var hand­tek­inn, en það breytt­ist þegar fjöl­skyld­unni var boðin samn­ing­ur við framleiðslu­fyr­ir­tækið Peacock/NBC um heim­ild­ar­mynd þar sem fylgst væri með rétt­ar­höld­un­um og eft­ir­mál­um. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert